Hundruð þúsunda mótmæltu 1. desember 2006 18:59 Beirút í dag. MYND/AP Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah. Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira