Castro hvergi sjáanlegur 2. desember 2006 19:30 Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira