Báru skotheld vesti vegna líflátshótana 11. desember 2006 18:30 Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira