Ekki öllum harmdauði 11. desember 2006 19:22 Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira