Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar 13. desember 2006 19:45 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru. Erlent Fréttir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru.
Erlent Fréttir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira