Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga 14. desember 2006 18:45 Reiðir Palestínumenn reyna að komst til síns heima. MYND/AP Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. Haniyeh mun hafa notað ferð sína til nærliggjandi landa vel og safnað jafnvirði rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna sem nota á til að greiða laun og önnur gjöld sem hafi verið ógreidd vegna þess að skorið hefur verið á fjárstuðning við heimastjórn Palestínumanna frá því Hamas-samtökin náðu völdum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins annast rekstur Rafha landamærastöðvarinnar á landamærum Gaza og Egyptalands. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraela, mun hafa skipað þeim að loka henni. Eftirlitsmennirnir þurfa að fara í gegnum Ísrael til að koma að landamærastöðinni. Ísraelar vilja ekki sjá að peningarnir, sem eru að mestu sagðir koma frá Írönum, komist yfir landamæri. Þeir verði notaðir til að fjármagna hryðjuverk. Herskáir Hamas-liðar brugðust ókvæða við þessari lokun, réðust á landamærastöðina og tóku þar völdin af vörðum. Engan mun hafa sakað. Eftir það áhlaup virðist sem Hamas liðar hafi ákveðið að Haniyeh færi heim án peninganna sem sendifulltrúar á hans vegum kæmu með síðar.Haniyeh stytti ferðalag sitt og sneri heim í dag þar sem spennan á Gaza svæðinu hefur magnast síðustu daga, eða frá því að þrír ungir synir Fatah-liða í öryggissveitum Palestínumanna voru myrtir fyrir utan skóla sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. Haniyeh mun hafa notað ferð sína til nærliggjandi landa vel og safnað jafnvirði rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna sem nota á til að greiða laun og önnur gjöld sem hafi verið ógreidd vegna þess að skorið hefur verið á fjárstuðning við heimastjórn Palestínumanna frá því Hamas-samtökin náðu völdum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins annast rekstur Rafha landamærastöðvarinnar á landamærum Gaza og Egyptalands. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraela, mun hafa skipað þeim að loka henni. Eftirlitsmennirnir þurfa að fara í gegnum Ísrael til að koma að landamærastöðinni. Ísraelar vilja ekki sjá að peningarnir, sem eru að mestu sagðir koma frá Írönum, komist yfir landamæri. Þeir verði notaðir til að fjármagna hryðjuverk. Herskáir Hamas-liðar brugðust ókvæða við þessari lokun, réðust á landamærastöðina og tóku þar völdin af vörðum. Engan mun hafa sakað. Eftir það áhlaup virðist sem Hamas liðar hafi ákveðið að Haniyeh færi heim án peninganna sem sendifulltrúar á hans vegum kæmu með síðar.Haniyeh stytti ferðalag sitt og sneri heim í dag þar sem spennan á Gaza svæðinu hefur magnast síðustu daga, eða frá því að þrír ungir synir Fatah-liða í öryggissveitum Palestínumanna voru myrtir fyrir utan skóla sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira