Breska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að á næsta ári muni líklegast George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Írak til að reyna til þrautar að koma böndum á ofbeldið í landinu. Um 140.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak en þeim gæti samkvæmt þessum fréttum fjölgað um 25.000. Bush ætlaði að tilkynna um breytingar á stefnunni í Írak í næstu viku en búið er að fresta ræðunni fram á nýárið.
Hermönnum verði fjölgað
