Erlent

Gæti boðað til kosninga

Mahmoud Abbas hefur um margt að hugsa þessa dagana.
Mahmoud Abbas hefur um margt að hugsa þessa dagana. MYND/AP

Leiðtogar deilandi fylkinga á palestínsku heimastjórnarsvæðunum, Fatah og Hamas, hvetja liðsmenn sína til að sýna stillingu en víða kom til átaka þeirra í millum í gær. Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, benti í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og oddviti Fatah, heldur ræðu í dag um ástandið og er ekki útilokað að hann boði til forseta- og þingkosninga takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×