16 ára piltur dæmdur fyrir hættulega líkamsárás 20. desember 2006 15:59 Frá Hafnargötu í Keflavík þar sem skemmtistaðurinn Traffic er. MYND/Víkurfréttir Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans. Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sextán ára piltur var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Keflavík í desember í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa á skemmtistaðnum Traffic slegið glerglasi í höfuðið á öðrum manni þannig að hann hlaut nokkra djúpa skurði á höfði og á gagnaugasvæði, sem leiddi til þess að slagæð fór í sundur og maðurinn missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði og komst í „sjokkástand" eins og segir í dómnum. Pilturinn játaði að hafa rekið glasið í andlit mannsins en sagði hins vegar um óhapp að ræða og neitaði á þeim grunni sök í málinu. Út frá framburði vitna og þeim skrifum ákærða á heimasíðu sína að hann hefði asnast til að þruma bjórglasi í andlitið á einhverjum manni þótti dóminum sannað að hann hefði brotið af sér. Segir orðrétt í dómnum: „Verður þessi lýsing trauðla skilin á þann veg að með henni sé verið að greina frá slysi eða óhappatilviki, en hana lét ákærði uppi á vettvangi sem telja má líklegt að hann hafi ekki búist við að myndi koma til skoðunar í tengslum við rannsókn málsins. Má að nokkru horfa til þessa við sakarmat." Segir í dómnum að árás piltsins hafi verið hrottafengin og tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið varð ekki fyrir alvarlegra líkamstjóni en raun ber vitni, en stórkostleg líkamsmeiðsl og örkuml hefðu hæglega getað hlotist af verknaði ákærða. Hins vegar var litið til þess hve ungur pilturinn var og var hann því dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til fjögurra ára. Skaðabótakröfu fórnarlambsins upp á tæpar 700 þúsund krónur var hins vegar vísað frá þar sem henni var beint að piltinum sem er ófjárráða en ekki lögráðamanni hans.
Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira