Sjálfsmorðssprengjumaður sprendi sjálfan sig upp í grennd við lögreglustöð í bænum Muqdadiya, norðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Fleiri sprengingar urðu síðan á svæðinu og er talið að sjö manns hafi látist og yfir 30 særst.
Í bænum búa bæði shíar og súnníar og átök á milli þeirra í bænum hafa verið mikil upp á síðkastið.