Ráðamenn í Eþíópíu hafa skýrt frá því að þeir hafi hafið árásir gegn múslimskum uppreisnarmönnum í Sómalíu og að þeir hafi ráðist á nokkra staði nú þegar.
Sögðu ráðamenn að Eþíópía hefði sýnt uppreisnarmönnum of mikla linkind undanfarið en nú væri þolinmæðin á þrotum. Vitni sögðu frá því fyrr í morgun að þau hefðu séð eþíópískar herflugvélar og þyrlur gera árásir á nokkra staði í Sómalíu og hefur það nú verið staðfest.