Egypsk kona lést í dag af völdum fuglaflensu en þar með eru mannslát af völdum hennar alls orðin átta í Egyptalandi. Konan dó aðeins nokkrum klukkustundum eftir að próf sýndu að hún væri með fuglaflensu en lækna hafði ekki grunað þar sem hún neitaði því að hafa komist í návígi við hvers konar fugla áður en hún veiktist.
Konan hafði verið á sjúkrahúsinu síðan í miðjum desember.