Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra 25. desember 2006 13:45 Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra." Erlent Fréttir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra."
Erlent Fréttir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira