Hættir öllu samstarfi 26. desember 2006 12:00 Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent