Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna.
Forsætisráðherra Eþíópíu skýrði frá því í dag að hann teldi að rúmlega 2.000 uppreisnarmenn hafi fallið í átökunum undanfarna daga. Sagði hann jafnframt að eþíópíski herinn myndi ná höfuborg Sómalíu, Mogadishu, undir sitt vald á næstu 48 klukkutímum en uppreisnarmenn hafa ráðið þar lögum og lofum síðan í júní í sumar er þeir tóku þar völd.