Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind.
Talið er að þetta sé vegna þess að ekki hafi verið fjárfest nóg í endurnýjun olíuvinnslutækja og vegna síaukinnar innlendrar eftirspurnar. Ef þetta reynist rétt er staða Írans á alþjóðavettvangi töluvert veikari en hingað til hefur verið haldið. Refsiaðgerðir gegn Íran munu þó engu að síður hefjast bráðlega.