Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu 28. desember 2006 18:30 Ástandið í Sómalíu er ótryggt. MYND/AP Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Stjórnleysi og stríðsástand er veruleiki sem Sómalar þekkja allt of vel. Blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu á tíunda áratugnum og síðan þá hefur landið verið nánast stjórnlaust. Undanfarina mánuði hefur íslamska dómsstólaráðið svonefnda náð yfirráðum yfir hluta landsins, þar á meðal höfuðborginni Mogadishu. Í krafti sjaríalaga hefur leiðtogum þess tekist að halda uppi lögum og reglu víðast hvar. Á sama tíma hafa svo íslamistarnir sótt mjög að hinni veikburða ríkisstjórn landsins. Um helgina snerist taflið hins vegar við þegar nágrannarnir í Eþíópíu sendu herlið á vettvang til hjálpar ríkisstjórninni. Í gær yfirgáfu íslamistarnir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um Mogadishu einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, lýsti því yfir í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum yfir sómalska borgara. Síðdegis dró svo til tíðinda þegar tilkynnt var að hersveitirnar væru komnar inn í höfuðborgina. Fregnir herma að herliðinu hafi verið fagnað en aðrar heimildir greina frá því að gripdeildir og glundroði einkenni nú Mogadishu öðru fremur. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar séu komnir á kreik til að tryggja yfirráð sín þar á ný. Að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru nú þúsundir manna á vergangi vegna átakanna og hagur þeirra væri afar bágborinn. Síðdegis hvolfdi báti flóttamanna skammt undan ströndum Jemen. 17 lík hafa fundist en 140 er enn saknað. Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Stjórnleysi og stríðsástand er veruleiki sem Sómalar þekkja allt of vel. Blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu á tíunda áratugnum og síðan þá hefur landið verið nánast stjórnlaust. Undanfarina mánuði hefur íslamska dómsstólaráðið svonefnda náð yfirráðum yfir hluta landsins, þar á meðal höfuðborginni Mogadishu. Í krafti sjaríalaga hefur leiðtogum þess tekist að halda uppi lögum og reglu víðast hvar. Á sama tíma hafa svo íslamistarnir sótt mjög að hinni veikburða ríkisstjórn landsins. Um helgina snerist taflið hins vegar við þegar nágrannarnir í Eþíópíu sendu herlið á vettvang til hjálpar ríkisstjórninni. Í gær yfirgáfu íslamistarnir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um Mogadishu einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, lýsti því yfir í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum yfir sómalska borgara. Síðdegis dró svo til tíðinda þegar tilkynnt var að hersveitirnar væru komnar inn í höfuðborgina. Fregnir herma að herliðinu hafi verið fagnað en aðrar heimildir greina frá því að gripdeildir og glundroði einkenni nú Mogadishu öðru fremur. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar séu komnir á kreik til að tryggja yfirráð sín þar á ný. Að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru nú þúsundir manna á vergangi vegna átakanna og hagur þeirra væri afar bágborinn. Síðdegis hvolfdi báti flóttamanna skammt undan ströndum Jemen. 17 lík hafa fundist en 140 er enn saknað.
Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira