Spurt ítarlega um kauprétt stjórnenda 20. febrúar 2007 06:30 Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999. Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999.
Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira