Draumóralandið 21. febrúar 2007 03:45 Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða. Það skal fúslega játast að Aurasálin hefur ekki lesið Draumalandið, enda hefur hún ekkert með það að gera. Aurasálin hefur fyrir löngu komist að öllum þeim sannleik sem henni er nauðsynlegur til að lifa í þessum heimi og hefur ekkert að gera við enn einn falsspádóminn sem afvegaleiðir hinar velmegandi kynslóðir okkar af braut verðmætasköpunar inn á stigu ofeldis og tómhyggju. Nei, Aurasálin er greindari en svo að fara að láta listamenn hræra upp í heimsmynd sinni. Enn ein birtingarmyndin á veruleikafirringu Íslendinga leit dagsljósið í síðustu viku þegar femínistar, kommúnistar og vandlætingarmenn þessa lands sameinuðust gegn því að hér á landi haldi ráðstefnu sína framleiðendur kynæsandi kvikmynda. Þetta sama lið og er búið að baula gegn fullnýtingu fallvatnanna og prédika náttúrufegurð og náttúruvernd hoppar nú hæð sína af hneykslan þegar hugvitsamir útlendingar finna loksins eitthvað gagnlegt að gera við alla þessa náttúrufegurð. Þegar kemur að kvikmyndum er Aurasálin mjög víðsýn og hefur í gegnum árin séð sinn skerf af öllum tegundum kvikmynda. Fyrir þetta skammast Aurasálin sín vitaskuld ekki – og frómt frá sagt hefur það einmitt hvarflað að henni að náttúra Íslands gæti verið góður vettvangur fyrir hugljúf ástarævintýri í erótískum kvikmyndum. Og nú loks þegar erlend athafnaskáld hafa komið auga á þennan möguleika þá ætlar hinn náttúrulausi her náttúruverndarsinna að reyna að koma í veg fyrir þessa skynsamlegu, sjálfbæru og umhverfisvænu starfsemi. Þetta Draumalandslið er svo sannarlega óútreiknanlegt. Fyrst kvartar það yfir því að það sé verið að nota gamaldags framleiðslugreinar til þess að viðhalda eðlilegu athafnalífi í landinu – og heimtar að hugvitið verði í askana látið. Svo loksins þegar einhverjar raunhæfar hugmyndir um verðmætasköpun koma fram þá er eins og við manninn mælt að það sé ekki nógu gott. Klámvæðing Íslands er fyrsti raunhæfi valkosturinn við álvæðinguna sem Aurasálin hefur heyrt. Og það besta er auðvitað að hægt er að reka arðvænan áliðnað samhliða blómstrandi klámmyndaiðnaði ásamt undirstöðuatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Hvernig getur unga fólkið verið ósátt við þessa framtíðarsýn? Aurasálin Markaðir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða. Það skal fúslega játast að Aurasálin hefur ekki lesið Draumalandið, enda hefur hún ekkert með það að gera. Aurasálin hefur fyrir löngu komist að öllum þeim sannleik sem henni er nauðsynlegur til að lifa í þessum heimi og hefur ekkert að gera við enn einn falsspádóminn sem afvegaleiðir hinar velmegandi kynslóðir okkar af braut verðmætasköpunar inn á stigu ofeldis og tómhyggju. Nei, Aurasálin er greindari en svo að fara að láta listamenn hræra upp í heimsmynd sinni. Enn ein birtingarmyndin á veruleikafirringu Íslendinga leit dagsljósið í síðustu viku þegar femínistar, kommúnistar og vandlætingarmenn þessa lands sameinuðust gegn því að hér á landi haldi ráðstefnu sína framleiðendur kynæsandi kvikmynda. Þetta sama lið og er búið að baula gegn fullnýtingu fallvatnanna og prédika náttúrufegurð og náttúruvernd hoppar nú hæð sína af hneykslan þegar hugvitsamir útlendingar finna loksins eitthvað gagnlegt að gera við alla þessa náttúrufegurð. Þegar kemur að kvikmyndum er Aurasálin mjög víðsýn og hefur í gegnum árin séð sinn skerf af öllum tegundum kvikmynda. Fyrir þetta skammast Aurasálin sín vitaskuld ekki – og frómt frá sagt hefur það einmitt hvarflað að henni að náttúra Íslands gæti verið góður vettvangur fyrir hugljúf ástarævintýri í erótískum kvikmyndum. Og nú loks þegar erlend athafnaskáld hafa komið auga á þennan möguleika þá ætlar hinn náttúrulausi her náttúruverndarsinna að reyna að koma í veg fyrir þessa skynsamlegu, sjálfbæru og umhverfisvænu starfsemi. Þetta Draumalandslið er svo sannarlega óútreiknanlegt. Fyrst kvartar það yfir því að það sé verið að nota gamaldags framleiðslugreinar til þess að viðhalda eðlilegu athafnalífi í landinu – og heimtar að hugvitið verði í askana látið. Svo loksins þegar einhverjar raunhæfar hugmyndir um verðmætasköpun koma fram þá er eins og við manninn mælt að það sé ekki nógu gott. Klámvæðing Íslands er fyrsti raunhæfi valkosturinn við álvæðinguna sem Aurasálin hefur heyrt. Og það besta er auðvitað að hægt er að reka arðvænan áliðnað samhliða blómstrandi klámmyndaiðnaði ásamt undirstöðuatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Hvernig getur unga fólkið verið ósátt við þessa framtíðarsýn?
Aurasálin Markaðir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent