Gott að vera stór 21. febrúar 2007 06:00 Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar, sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira