Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð 21. febrúar 2007 03:15 Lisa leggur áherslu á orð sín í Salnum í Kópavogi í gær, en þar ræddi hún kauphegðun kvenna og hvernig best væri að koma skilaboðum til kvenna. Hún segir konur kröfuharðari en karla og því skipti miklu að vel takist upp í auglýsingum eigi þær að grípa hug þeirra. MYND/Pjetur Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Konur eru kröfuharðari markhópur og þess vegna borgar sig að miða markaðssetningu við þær. „Vörumerkin verða ekki kvenlegri fyrir vikið heldur sterkari," segir Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum og annar höfunda metsölubókarinnar „Don't Think Pink". Lisa hélt fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í gær. Hún er bandarísk og var hér í sinni fyrstu heimsókn. Aukinheldur segir Lisa að vegna þess að konur stýri oft innkaupum bæði á heimilum og í fyrirtækjum borgi sig að höfða til þeirra í auglýsingum. „Oft á tíðum eru konur ekki bara að kaupa fyrir sjálfar sig, heldur líka fyrir börnin, eiginmanninn og aldraða foreldra. Svo er það líka oft þannig að þótt fólk ákveði innkaupin sameiginlega sér konan um að kanna kostina og vinsa úr lokavalkosti." Vel sóttur fyrirlestur. Salurinn var þétt setinn á fyrirlestri Lisu Johnson í Salnum í Kópavogi í gær. Samtök verslunar og þjónustu og Félag kvenna í atvinnurekstri stóðu fyrir samkomunni. MYND/Pjetur Að sögn Lisu standa mörg fyrirtæki sig mun betur en áður í því að höfða til kvenna með auglýsingum sínum. „Sérstaklega hefur orðið þar breyting á síðustu fimm árin eða svo. Almennt séð hafa stærstu mistökin ekki verið að auglýsingar hafi verið niðrandi eða móðgandi, þótt ekki sé hægt að neita því að dæmi eru um slíkt, heldur hafa þær bara verið svo leiðinlegar. Hvar er tónlistin, kímnigáfan og skilaboðin sem hjálpa konum að samsama sig þessum auglýsingum," segir hún og nefnir snyrtivörufyrirtækið Dove sérstaklega sem dæmi um fyrirtæki sem tekist hafi vel upp í að fanga hug og hjörtu kvenna, til dæmis með „Real beauty" auglýsingaherferð sinni. Lisa segist afar ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim og hafi hlakkað mikið til fararinnar. „Eftir að ég tók að skipuleggja för mína hingað sendi ég svona fyrirspurnir út í tengslanetið hjá mér og ræddi við vini og samstarfsfólk sem hingað hafði komið. Mér var þá sagt frá einstakri náttúrufegurð sem hér væri að finna og af tískumeðvitund fólksins. Eins var oft talað um sköpunargleðina sem einkenndi Íslendinga. Ég er þess fullviss að ferð mín til Íslands verður bæði fróðleg og lærdómsrík, bæði hvað störf mín varðar og eins persónulega."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira