Peningaskápurinn ... 1. mars 2007 00:01 Íslendingar með yfirhöndinaÞað eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. Samt sem áður var þetta öllu hærri ávöxtun en arðsemismarkmið sjóðsstjórnenda fyrir árið hljóðuðu upp á. Sjóðurinn óx um 4.200 milljarða króna í fyrra og námu heildareignir hans 19.300 milljörðum króna. Í fréttum norskra fjölmiðla kemur fram að ef eignum sjóðsins væri deilt út á hvert norskt mannsbarn fengi hver og einn 4,1 milljón króna, það er meðaltalsárslaun. Ef eignum íslensku sjóðanna væri einnig deilt út fengi hver Íslendingur 4,8 milljónir króna í sinn hlut. Svo skal böl bæta...Svíar geta ekki státað af neinum olíusjóði, enda þótt á mælikvarða heimsins hafi þeir það nokkuð gott. Á þeim bæ hafa menn ekki farið varhluta af lækkunum á mörkuðum og féll sænski markaðurinn um 3,9 prósent á þriðjudag. Til þess að gera þeim sem áhyggjur hafa af þessari lækkun lífið léttara er á netútgáfu Dagens Industri grein um Eystrasaltsmarkaði. „Lækkun í kauphöllinni í Stokkhólmi er ekkert samanborið við þróunina á mörkuðum í Eystrasaltsríkjunum. Síðasta mánuð hefur markaðurinn í Tallinn lækkað um þrettán prósent, Vilnius er niður 4 prósent og Riga niður 2,4 prósent," segir í inngangi greinarinnar. Þetta er auðvitað huggun sænskum harmi gegn. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Íslendingar með yfirhöndinaÞað eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. Samt sem áður var þetta öllu hærri ávöxtun en arðsemismarkmið sjóðsstjórnenda fyrir árið hljóðuðu upp á. Sjóðurinn óx um 4.200 milljarða króna í fyrra og námu heildareignir hans 19.300 milljörðum króna. Í fréttum norskra fjölmiðla kemur fram að ef eignum sjóðsins væri deilt út á hvert norskt mannsbarn fengi hver og einn 4,1 milljón króna, það er meðaltalsárslaun. Ef eignum íslensku sjóðanna væri einnig deilt út fengi hver Íslendingur 4,8 milljónir króna í sinn hlut. Svo skal böl bæta...Svíar geta ekki státað af neinum olíusjóði, enda þótt á mælikvarða heimsins hafi þeir það nokkuð gott. Á þeim bæ hafa menn ekki farið varhluta af lækkunum á mörkuðum og féll sænski markaðurinn um 3,9 prósent á þriðjudag. Til þess að gera þeim sem áhyggjur hafa af þessari lækkun lífið léttara er á netútgáfu Dagens Industri grein um Eystrasaltsmarkaði. „Lækkun í kauphöllinni í Stokkhólmi er ekkert samanborið við þróunina á mörkuðum í Eystrasaltsríkjunum. Síðasta mánuð hefur markaðurinn í Tallinn lækkað um þrettán prósent, Vilnius er niður 4 prósent og Riga niður 2,4 prósent," segir í inngangi greinarinnar. Þetta er auðvitað huggun sænskum harmi gegn.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira