Hellti bensíni yfir unnustu sína og ætlaði að kveikja í 16. mars 2007 00:45 Ketilsbraut 15 var illa farið eftir átök og eld í húsinu að kvöldi sunnudagsins 5. nóvember. Hans Alfreð stakk fyrrverandi unnustu sína í húsinu og kastaði logandi efnum í hana. Auk þess stakk hann karlmann í síðuna sem slasaðist illa. Örlygur Hans Alfreð Kristjánsson, 46 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot gegn líkama og lífi, fyrir það meðal annars að stinga fyrrverandi unnustu sína og karlmann með hnífi á heimili karlmannsins á Ketilsbraut 15 á Húsavík í nóvember í fyrra. Einnig er Hans Alfreð ákærður fyrir að hafa reynt að kveikja í þáverandi unnustu sinni á heimili sínu á bænum Sandvík skammt frá Kópaskeri en „horfið frá þeirri ætlan sinni þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri“, eins og orðrétt segir í ákæru. Hans Alfreð stakk og kveikti í fyrrverandi unnustu sinni, þeirri sömu og hann reyndi að kveikja í í júní, í nóvember sama ár. Hann er meðal annars ákærður fyrir að kasta logandi efni, „púða, handklæði eða dúk“ með þeim afleiðingum að konan hlaut fyrsta til þriðja stigs brunasár á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg. Hans Alfreð er enn fremur ákærður fyrir að hafa ógnað tveimur lögreglumönnum á Húsavík með hnífi þegar þeir komu á vettvang eftir að hann stakk konuna og karlmann, eiganda hússins. Hann hlaut djúpt stungusár á vinstri síðu. Seinni hluti aðalmeðferðar málsins vegna ákærunnar á hendur Hans Alfreð fer fram 26. mars en fyrri hlutinn fór fram í byrjun mánaðarins. Lögreglan á Húsavík fór með rannsókn málsins. Norðurþing Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Hans Alfreð Kristjánsson, 46 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot gegn líkama og lífi, fyrir það meðal annars að stinga fyrrverandi unnustu sína og karlmann með hnífi á heimili karlmannsins á Ketilsbraut 15 á Húsavík í nóvember í fyrra. Einnig er Hans Alfreð ákærður fyrir að hafa reynt að kveikja í þáverandi unnustu sinni á heimili sínu á bænum Sandvík skammt frá Kópaskeri en „horfið frá þeirri ætlan sinni þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri“, eins og orðrétt segir í ákæru. Hans Alfreð stakk og kveikti í fyrrverandi unnustu sinni, þeirri sömu og hann reyndi að kveikja í í júní, í nóvember sama ár. Hann er meðal annars ákærður fyrir að kasta logandi efni, „púða, handklæði eða dúk“ með þeim afleiðingum að konan hlaut fyrsta til þriðja stigs brunasár á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg. Hans Alfreð er enn fremur ákærður fyrir að hafa ógnað tveimur lögreglumönnum á Húsavík með hnífi þegar þeir komu á vettvang eftir að hann stakk konuna og karlmann, eiganda hússins. Hann hlaut djúpt stungusár á vinstri síðu. Seinni hluti aðalmeðferðar málsins vegna ákærunnar á hendur Hans Alfreð fer fram 26. mars en fyrri hlutinn fór fram í byrjun mánaðarins. Lögreglan á Húsavík fór með rannsókn málsins.
Norðurþing Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira