Eldfjallagarður á Reykjanesi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. mars 2007 05:00 Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar