Íslandshreyfingin með 5% og dregur saman með Samfylkingu og Vg 25. mars 2007 09:00 Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin. Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt á fimmtudaginn. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndi flokkurinn fá þrjá þingmenn kjörna, vegna reglna um jöfnunarsæti sem segja að framboð þurfi að ná fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná jöfnunarsæti. Hið nýja framboð virðist höfða frekar til karla en kvenna; 6,4 prósent karla segjast myndu kjósa listann en 3,3 prósent kvenna. Þá segjast 5,3 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Íslandshreyfinguna en 3,1 prósent íbúa landsbyggðarkjördæmanna þriggja. Vikmörk reiknast 2,0 prósentustig, sem þýðir að með 95 prósenta vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 3,0 prósent til 7,0 prósent. Vegna fimm prósenta reglunnar myndi Frjálslyndi flokkurinn hins vegar ekki fá neinn jöfnunarmann þar sem fylgi flokksins mælist nú 4,4 prósent. Ekki er loku fyrir það skotið að flokkurinn fengi þingmann kjördæmakjörinn, til dæmis í Norðvesturkjördæmi, en líklegt væri að flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Nokkur munur er á fylgi flokksins eftir búsetu, en 3,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa flokkinn, en 5,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lítill munur er eftir kyni. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fjóra þingmenn kjörna og mældist með 5,7 prósenta fylgi í könnun blaðsins 10. mars. Vikmörk við fylgi Frjálslyndra reiknast nú 1,8 prósentustig. Vinstri græn hafa verið á miklu flugi að undanförnu, en fylgi flokksins minnkar nú, úr 25,7 prósentum í síðustu könnun í 23,3 prósent nú. Vikmörk eru 3,8 prósentustig. Miðað við það fylgi fengi flokkurinn sextán þingmenn kjörna. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og fimm þingmenn kjörna. Konur eru líklegri til að styðja flokkinn en karlar. 27,1 prósent kvenna segist myndu kjósa flokkinn, en 20,2 prósent karla. Þá er meira fylgi við Vinstri græn á landsbyggðinni nú en á höfuðborgarsvæðinu. 26,9 prósent íbúa á landsbyggðinni segjast myndu kjósa Vinstri græn, en 20,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 26,8 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Vinstri græn. Fylgi Samfylkingar eykst mest á höfuðborgarsvæðinuFylgi Samfylkingar eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn og yrðu þingmenn Samfylkingar því fjórtán. Vikmörk eru 3,7 prósentustig. Samfylking hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tuttugu þingmenn kjörna.Mest eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 23,9 prósent íbúa segjast myndu kjósa Samfylkingu, en 16,6 prósent íbúa á landsbyggðinni eru sama sinnis. Þá segjast 22,4 prósent kvenna styðja flokkinn en 19,9 prósent karla.36,1 prósent segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og dalar fylgi flokksins um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Þingmenn flokksins yrðu samkvæmt því 24. Vikmörk eru 4,3 prósentustig. 33,7 prósent kusu flokkinn í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 22 þingmenn.Nokkuð fleiri karlar en konur styðja flokkinn; 39,0 prósent karla en 32,4 prósent kvenna. Þá segist 39,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu styðja flokkinn og 31,6 prósent íbúa á landsbyggðinni. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá síðustu könnun og er nú 9,4 prósent. Vikmörk eru 2,6 prósentustig. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. 17,7 prósent greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn tólf þingmenn kjörna. Mikill munur er á fylgi flokksins eftir búsetu. 17,1 prósent íbúa á landsbyggðinni segist myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 4,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 59,6 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. 34,8 prósent sögðust óákveðin.
Kosningar 2007 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira