Viðskipti innlent

Fagna fimm ára afmæli

Hrönn Pétursdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir útskrifuðust allar úr MBA-námi við HÍ árið 2002.
Hrönn Pétursdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir útskrifuðust allar úr MBA-námi við HÍ árið 2002.

Háskóli Íslands blés til mikillar veislu í síðustu viku. Tilefnið var fimm ára afmæli MBA-náms á Íslandi sem Háskóli Íslands reið á vaðið með haustið 2000. Útskrifuðum og núverandi MBA-nemum var boðið til veislunnar.

Frá því námið hófst hafa 135 einstaklingar útskrifast með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands samkvæmt fréttatilkynningu frá Viðskipta- og hagfræðisdeild Háskóla Íslands. Í vor munu 39 einstaklingar bætast í hópinn.

 

Skálað fyrir MBA Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður stjórnar MBA námsins, Runólfur Smári Steinþórsson, forstöðumaður MBA-námsins og Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest, sem ávarpaði hópinn á afmælishátíðinni.

Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður stjórnar MBA-námsins, ávörpuðu hópinn á hátíðinni. Veislustjóri var Runólfur Smári Steinþórsson og forstöðumaður MBA-námsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×