Múrar eru engin lausn Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2007 05:00 Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun