Kannanir 14. apríl 2007 00:01 Nú er hafið tímabil hinna æsispennandi skoðanakannana. Líklega fara þær að berast núna ein á dag með tilheyrandi uppslætti á forsíðum dagblaðanna og í fréttatímum. Ég viðurkenni það að ég, sem lúmskur áhugamaður um tölulegar vísbendingar og hlutfallslegar skiptingar á öllum sköpuðum hlutum, tek hverri slíkri könnun fagnandi og rýni í þær með morgunkaffinu, eins og sjómenn áður fyrr í aflatölur, á hverjum morgni, haukfránum augum. MÉR sýnist af öllu að ég sé ekki einn um það að hafa gaman af svona skoðanakönnunum og þeirri analýtísku hugarleikfimi sem þeim fylgir. Hver einasti umræðuþáttur um stjórnmál, með stjórnmálaleiðtogum, hefst nefnilega núna nærri undantekningalaust á nokkuð langri og yfirgripsmikilli samræðu, í hvert og eitt sinn, um skoðanakönnun dagsins. "Hvað finnst þér um þessar tölur?" er spurt. "Er þetta ásættanlegt?" ÞAÐ er auðvitað æsispennandi að vera hluti af svona þjóðfélagi. Þjóðfélagsmálin hafa verið kappvædd. Þau eru orðin eins og íþróttaviðburður. Hverjir verða sigurvegarar? Hverjir munu taka það á endasprettinum? Hverjir munu gefa eftir? FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar keyrði áhuginn á skoðanakönnunum nokkuð um þverbak að mínu mati. Kappræður leiðtoganna fóru þá fram í sjónvarpssal kvöldið fyrir kjördag. Umræðan byrjaði á því, nema hvað, að kynnt var ný skoðanakönnun, ein af mörgum það vorið. Fyrsti hálftíminn af þættinum fór svo í það að ræða niðurstöðu könnunarinnar, sem var auðvitað svona og svona fyrir suma og afskaplega ánægjuleg fyrir aðra. En ég man að ég hugsaði: Bíddu við. Á ekki að kjósa á morgun? Hvaða tilgangi þjónar það að ræða skoðanakönnun daginn fyrir kjördag? Skiptir hún einhverju máli? Er það ekki kjördagurinn sem skiptir öllu máli? ÉG óttast dálítið að það sama gerist núna. Hið sjúklega ástand gæti farið að myndast, að kjördagurinn hverfi endanlega í skuggann af skoðanakönnunum. Hann verður ekkert spennandi lengur. Kannski rennur upp sá tími einhvern tímann að þegar gengið verður að kjörborði á Íslandi verði þegar búið að spyrja alla í skoðanakönnunum hvað þeir ætli að kjósa og ræða þær upplýsingar sundur og saman í umræðuþáttum áður en gengið er til kosninga. Ef það myndi gerast, sem er ekki svo fjarri lagi, væri þjóðfélagið fullkomlega farið að snúast um sjálft sig. Og þetta er þegar farið að eiga sér stað. Kosningabarátta flokkanna er í auknum mæli farin að snúast um að gefa rétt viðbrögð við spám fjölmiðla um það hvernig kosningarnar muni á endanum fara. ÞETTA er auðvitað algerlega tilgangslaust. En hver ætli ástæðan sé? Getur verið að þjóðfélagsmálin séu orðin svo yfirgripsmikil og svo víða brýn úrlausnarefni, og stundum flókin, að fjölmiðlar eru farnir " hugsanlega vegna tímaskorts " að veigra sér við að kafa ofan í þau og kjósa frekar að spyrja bara 800 manns á dag af handahófi úr símaskrá: Hvað finnst þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Nú er hafið tímabil hinna æsispennandi skoðanakannana. Líklega fara þær að berast núna ein á dag með tilheyrandi uppslætti á forsíðum dagblaðanna og í fréttatímum. Ég viðurkenni það að ég, sem lúmskur áhugamaður um tölulegar vísbendingar og hlutfallslegar skiptingar á öllum sköpuðum hlutum, tek hverri slíkri könnun fagnandi og rýni í þær með morgunkaffinu, eins og sjómenn áður fyrr í aflatölur, á hverjum morgni, haukfránum augum. MÉR sýnist af öllu að ég sé ekki einn um það að hafa gaman af svona skoðanakönnunum og þeirri analýtísku hugarleikfimi sem þeim fylgir. Hver einasti umræðuþáttur um stjórnmál, með stjórnmálaleiðtogum, hefst nefnilega núna nærri undantekningalaust á nokkuð langri og yfirgripsmikilli samræðu, í hvert og eitt sinn, um skoðanakönnun dagsins. "Hvað finnst þér um þessar tölur?" er spurt. "Er þetta ásættanlegt?" ÞAÐ er auðvitað æsispennandi að vera hluti af svona þjóðfélagi. Þjóðfélagsmálin hafa verið kappvædd. Þau eru orðin eins og íþróttaviðburður. Hverjir verða sigurvegarar? Hverjir munu taka það á endasprettinum? Hverjir munu gefa eftir? FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar keyrði áhuginn á skoðanakönnunum nokkuð um þverbak að mínu mati. Kappræður leiðtoganna fóru þá fram í sjónvarpssal kvöldið fyrir kjördag. Umræðan byrjaði á því, nema hvað, að kynnt var ný skoðanakönnun, ein af mörgum það vorið. Fyrsti hálftíminn af þættinum fór svo í það að ræða niðurstöðu könnunarinnar, sem var auðvitað svona og svona fyrir suma og afskaplega ánægjuleg fyrir aðra. En ég man að ég hugsaði: Bíddu við. Á ekki að kjósa á morgun? Hvaða tilgangi þjónar það að ræða skoðanakönnun daginn fyrir kjördag? Skiptir hún einhverju máli? Er það ekki kjördagurinn sem skiptir öllu máli? ÉG óttast dálítið að það sama gerist núna. Hið sjúklega ástand gæti farið að myndast, að kjördagurinn hverfi endanlega í skuggann af skoðanakönnunum. Hann verður ekkert spennandi lengur. Kannski rennur upp sá tími einhvern tímann að þegar gengið verður að kjörborði á Íslandi verði þegar búið að spyrja alla í skoðanakönnunum hvað þeir ætli að kjósa og ræða þær upplýsingar sundur og saman í umræðuþáttum áður en gengið er til kosninga. Ef það myndi gerast, sem er ekki svo fjarri lagi, væri þjóðfélagið fullkomlega farið að snúast um sjálft sig. Og þetta er þegar farið að eiga sér stað. Kosningabarátta flokkanna er í auknum mæli farin að snúast um að gefa rétt viðbrögð við spám fjölmiðla um það hvernig kosningarnar muni á endanum fara. ÞETTA er auðvitað algerlega tilgangslaust. En hver ætli ástæðan sé? Getur verið að þjóðfélagsmálin séu orðin svo yfirgripsmikil og svo víða brýn úrlausnarefni, og stundum flókin, að fjölmiðlar eru farnir " hugsanlega vegna tímaskorts " að veigra sér við að kafa ofan í þau og kjósa frekar að spyrja bara 800 manns á dag af handahófi úr símaskrá: Hvað finnst þér?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun