Segjum nei við Gamla sáttmála 27. apríl 2007 00:01 Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljanlegt að ekki skuli hafa verið fenginn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Það er meira að segja frekar töff að notast við túlk, það er eitthvað svo sjarmerandi valdsmannslegt. En stjórnvöld læra af mistökunum og nú hafa þau fundið lausn sem þau telja viðeigandi og tekur fullt tillit til tungumálakunnáttu utanríkisráðherra - ráðherrann er nefnilega svo helvíti sleip í norsku. Það liggur því beint við, nú þegar bandaríska hernum hefur loksins tekist að hrista íslensk stjórnvöld úr pilsfaldinum og flýja af landi brott, að leita á náðir Norðmanna um varnir landsins. Væntanlega þykir mörgum það huggulegri tilhugsun að hafa hér norskt herlið en bandarískt. Það er nú einu sinni svo að Bandaríkin hafa ekki beinlínis vingjarnlega ímynd og það er sama hvað maður reynir að beita yfirvegaðri hugsun, mann langar alltaf mest að fara að kasta eggjum og sletta skyri þegar andlit bandarískra ráðamanna birtast á sjónvarpsskjá. Norðmenn hins vegar eru eitthvað svo gúddí, sísönglandi þetta unaðslega tungumál ¿ og svo fundu þeir líka upp ostaskerann. Hvernig er hægt að vera illa við þjóð sem fann upp ostaskerann? En hér er rétt að staldra við. Eru Norðmenn allir þar sem þeir eru séðir? Ég er hreint ekki svo viss. Leyfið mér að rifja upp árið 1262, þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála gegn skitnum sex skipa-komum árlega. Þá upphófst aldalangt niðurlægingarskeið þjóðarinnar sem lauk ekki fyrr en með fullveldinu 1918. Aðeins þá brut-ust Íslendingar langkúgaðir og svangir undan taumlausri grimmd og fúlmennsku þeirra þjóða hvers verndarvæng við viljum nú skríða undir. Norðmenn hafa síðar ítrekað staðfest sína fyrri heimsvaldastefnu með harðvítugum fiskveiðideilum og afskiptum af stjórnmálum í fjarlægum löndum eins og Sri Lanka. Gerum ekki sömu mistökin tvisvar. Ég treysti á þá ráðamenn sem hæst hafa haldið á lofti vernd íslensks fullveldis fyrir gráðugum klóm alþjóðasamfélagsins, að segja nú nei við Gamla sáttmála! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljanlegt að ekki skuli hafa verið fenginn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Það er meira að segja frekar töff að notast við túlk, það er eitthvað svo sjarmerandi valdsmannslegt. En stjórnvöld læra af mistökunum og nú hafa þau fundið lausn sem þau telja viðeigandi og tekur fullt tillit til tungumálakunnáttu utanríkisráðherra - ráðherrann er nefnilega svo helvíti sleip í norsku. Það liggur því beint við, nú þegar bandaríska hernum hefur loksins tekist að hrista íslensk stjórnvöld úr pilsfaldinum og flýja af landi brott, að leita á náðir Norðmanna um varnir landsins. Væntanlega þykir mörgum það huggulegri tilhugsun að hafa hér norskt herlið en bandarískt. Það er nú einu sinni svo að Bandaríkin hafa ekki beinlínis vingjarnlega ímynd og það er sama hvað maður reynir að beita yfirvegaðri hugsun, mann langar alltaf mest að fara að kasta eggjum og sletta skyri þegar andlit bandarískra ráðamanna birtast á sjónvarpsskjá. Norðmenn hins vegar eru eitthvað svo gúddí, sísönglandi þetta unaðslega tungumál ¿ og svo fundu þeir líka upp ostaskerann. Hvernig er hægt að vera illa við þjóð sem fann upp ostaskerann? En hér er rétt að staldra við. Eru Norðmenn allir þar sem þeir eru séðir? Ég er hreint ekki svo viss. Leyfið mér að rifja upp árið 1262, þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála gegn skitnum sex skipa-komum árlega. Þá upphófst aldalangt niðurlægingarskeið þjóðarinnar sem lauk ekki fyrr en með fullveldinu 1918. Aðeins þá brut-ust Íslendingar langkúgaðir og svangir undan taumlausri grimmd og fúlmennsku þeirra þjóða hvers verndarvæng við viljum nú skríða undir. Norðmenn hafa síðar ítrekað staðfest sína fyrri heimsvaldastefnu með harðvítugum fiskveiðideilum og afskiptum af stjórnmálum í fjarlægum löndum eins og Sri Lanka. Gerum ekki sömu mistökin tvisvar. Ég treysti á þá ráðamenn sem hæst hafa haldið á lofti vernd íslensks fullveldis fyrir gráðugum klóm alþjóðasamfélagsins, að segja nú nei við Gamla sáttmála!
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun