Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2025 07:32 Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég hækka yfirdráttinn minn hef ég meira ráðstöfunarfé um stund – en tekjur mínar hafa ekki hækkað. Skuldadagurinn kemur alltaf. Þá þarf ég að borga lánið til baka og þá lækka ráðstöfunartekjurnar mínar. Þetta er nákvæmlega staðan í Hafnarfirði enn eitt árið. Í vikunni samþykkti meirihluti bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2026, þá síðustu á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur í fjögur ár lýst rekstri bæjarins sem ábyrgum og stöðugum. Ég er ósammála. Reksturinn er í raun sá veikasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Rekstur þarf að skila afgangi – ekki lántökum Hver einasti rekstur, hvort sem það er heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag, verður að skila nægum afgangi til að standa undir afborgunum af skuldum. Ef afborganir ársins eru 2,5 milljarðar þarf afgangurinn að vera að minnsta kosti 2,5 milljarðar. Annars þarf að taka lán. Mælikvarðinn sem skiptir máli er handbært fé frá rekstri – hvað er eftir þegar búið er að greiða allan reglulegan kostnað af reglulegum tekjum. Þetta er sú tala sem segir hvað reksturinn skilar til afborgana og fjárfestinga. Samtals hefur reksturinn skilað á kjörtímabilnu 670 milljónum í mínus. Það hefur þurft að taka 670 milljónir að láni fyrir launum. Þá eru eftir afborganir lána á kjörtímabilinu: 8,89 milljarðar. Samanlagt hefur þurft að taka 9.5 milljarða króna að láni til að greiða afborganir lána og laun. Þetta er slík upphæð að ég á erfitt með að ná utan um hana. En þetta jafngildir 6,5 milljónum á dag, 272 þúsund krónur á tímann, eða 4.500 krónur á mínútu – alla daga, allan sólarhringinn, allt kjörtímabilið. Glansmynd byggð á hálfsannleika Bæjarstjóri lýsir þessum árangri svona:„Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp ábyrgan rekstur sem skilar stöðugleika, fyrirsjáanleika og svigrúmi.“ Ég deili ekki þessari sýn. Ástæðan er einföld: Glansmynd meirihlutans byggir á því að horft er á rekstrarreikning A- og B-hluta þar sem ýmsum tekjum er komið fyrir sem ekki eiga heima í grunnrekstrinum. Tekjur eru blásnar út til að fegra myndina. En sjóðstreymið segir aðra sögu og allt sem segja þarf. Þar sést skýrt að halli grunnrekstrarins hefur verið falinn með peningum sem eiga ekki að fara í reksturinn: lóðasölu og gatnagerðargjöldum. Þetta eru peningar sem eru innheimtir til að standa undir fjárfestingum í innviðum – ekki til að reka skóla, greiða laun eða fjármagna félagsþjónustu. Í raun hefur Hafnarfjörður verið að taka lán hjá framtíðaríbúum bæjarins. Þetta er frestuð skattheimta Að taka lán til að borga af eldri lánum og launum er ekkert annað en frestuð skattheimta. Hún fellur á íbúa bæjarins síðar – sérstaklega þegar verðtryggð lán fara að bíta. Það mun gerast eftir að þeir sem bera ábyrgð á þessari fjármálastjórn eru hættir og þurfa ekki að horfast í augu við afleiðingarnar. Og staðan heldur áfram að versna: Árið 2027 þarf að taka 1,5 milljarða í lán til að brúa rekstrarbilið. Árið 2028 þarf að taka 1,3 milljarða til viðbótar. Það er hægt að snúa þessu við Þrátt fyrir alvarlega stöðu er til lausn og við byrjum á því að hætta að taka lán til að borga lán. Rekstur þarf að byggjast á raunverulegum tekjum og skýrri forgangsröðun. Það er hægt að snúa þessari þróun við, en aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er – ekki eins og meirihlutinn vill sýna hana. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun