Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í gær 19 manna leikmannahóp sem verður til æfinga frá 7. maí til 16. júní en þessar æfingabúðir Júlíusar eru nokkuð umdeildar að því er greint hefur verið frá áður.
Landsliðið mun ekki eingöngu æfa á þessum tíma því fyrirliggjandi eru vináttulandsleikir við Holland ytra í lok mánaðarins og svo leikir við Þjóðverja í upphafi þess næsta. Þýska liðið er eitt það besta í heiminum um þessar mundir og koma liðsins er hvalreki fyrir unnendur kvennahandbolta. Júlíus ætlar sér stóra hluti með liðið og æfingabúðirnar eru fyrsta skrefið í átt að settu marki.
Hópurinn:
Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir SK Århus
Íris Björk Símonardóttir Grótta
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK
Aðrir leikmenn:
Anna Úrsula Guðmundsdóttir Grótta
Arna Sif Pálsdóttir HK
Auður Jónsdóttir HK
Dagný Skúladóttir Holstebro
Drífa Skúladóttir Valur
Elísabet Gunnarsdóttir Stjarnan
Eva Margrét Kristinsdóttir Grótta
Guðbjörg Guðmannsd. Fredrikshavn
Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukar
Hrafnhildur Skúladóttir SK Århus
Kristín Guðmundsdóttir Stjarnan
Ragnhildur Guðmundsdóttir FH
Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan
Rut Jónsdóttir HK
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram
Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan