Listin og vísindin 12. maí 2007 00:01 Verk Ellenar Karin Mæhlum kannar undirliggjandi form og falin munstur með hjálpartækjum og aðferðum vísindamanna. Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira