Maggie and Tony Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2007 06:00 Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun