Hlutabréf eru enn á uppleið 24. maí 2007 11:26 Kátt í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær. Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu, Atlantic Petroleum, um 96 prósent, Vinnslustöðin um 84 prósent og Exista um rúm fimmtíu prósent. Margir fjárfestar búast við að væntanleg 176 milljarða króna yfirtaka Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator á Actavis nái fram að ganga en á markaði sjást þau merki að hluthafar séu farnir að endurfjárfesta í bönkum og rekstrarfélögum fyrir þann pening sem þeir fá fyrir bréf sín. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bankar keypt hlutabréf af fjárfestum í Actavis sem gefur þeim síðarnefndu færi á að endurfjárfesta innanlands, til dæmis í íslenskum hlutabréfum. Talið er að allt að 100 milljarðar króna gætu farið til endurfjárfestinga innanlands - það er ef Novator tekur yfir Actavis. Þarna vinnst tvennt: Bankinn, sem fjármagnar sig til tiltölulega ódýrt, fær til sín aukin viðskipti. Kúnninn sparar sér tíma á því að selja hlut sinn í Actavis núna í stað þess að bíða eftir greiðslum vegna hugsanlegrar yfirtöku. Það sem hefur ekki síður áhrif á hlutabréfamarkaðinn er styrking krónunnar. Krónan styrktist um hálft prósent í gær og fór gengisvísitalan niður fyrir 113 stig í fyrsta skipti síðan snemma í mars 2006. Krónan hefur styrkst verulega í maímánuði eða um rúm fjögur prósent. Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) út krónubréf að verðmæti fjórir milljarðar króna í gær en annars hefur krónubréfaútgáfa verið róleg í mánuðinum að sögn greiningardeildar Kaupþings. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu, Atlantic Petroleum, um 96 prósent, Vinnslustöðin um 84 prósent og Exista um rúm fimmtíu prósent. Margir fjárfestar búast við að væntanleg 176 milljarða króna yfirtaka Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator á Actavis nái fram að ganga en á markaði sjást þau merki að hluthafar séu farnir að endurfjárfesta í bönkum og rekstrarfélögum fyrir þann pening sem þeir fá fyrir bréf sín. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bankar keypt hlutabréf af fjárfestum í Actavis sem gefur þeim síðarnefndu færi á að endurfjárfesta innanlands, til dæmis í íslenskum hlutabréfum. Talið er að allt að 100 milljarðar króna gætu farið til endurfjárfestinga innanlands - það er ef Novator tekur yfir Actavis. Þarna vinnst tvennt: Bankinn, sem fjármagnar sig til tiltölulega ódýrt, fær til sín aukin viðskipti. Kúnninn sparar sér tíma á því að selja hlut sinn í Actavis núna í stað þess að bíða eftir greiðslum vegna hugsanlegrar yfirtöku. Það sem hefur ekki síður áhrif á hlutabréfamarkaðinn er styrking krónunnar. Krónan styrktist um hálft prósent í gær og fór gengisvísitalan niður fyrir 113 stig í fyrsta skipti síðan snemma í mars 2006. Krónan hefur styrkst verulega í maímánuði eða um rúm fjögur prósent. Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) út krónubréf að verðmæti fjórir milljarðar króna í gær en annars hefur krónubréfaútgáfa verið róleg í mánuðinum að sögn greiningardeildar Kaupþings.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira