Fagra Ísland – dagur tvö Ögmundur Jónasson skrifar 30. maí 2007 00:01 Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnin voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja „sinn formann“. Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar. Sannast sagna held ég að fæstir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að ráðist yrði í Norðlingaölduveitu með Samfylkinguna í ríkisstjórn með sitt Fagra Ísland upp á vasann. Þess vegna er það áhyggjuefni þegar nú kemur í ljós að málið hafi ekki einu sinni verið reifað! Eftir allar hinar miklu yfirlýsingar helgarinnar er ljóst að Norðlingaölduveita er út af borðinu. Stóra málið er hins vegar neðri Þjórsá. Mun Samfylkingin standa vörð þar eða verður gefið eftir? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 26. maí: „Skýr stefna forystu Samfylkingarinnar um að virkja Þjórsá ekki meira að sinni getur komið í veg fyrir stórtjón á samfélagi og náttúru í sunnlenskum byggðum.“ Nú er spurningin hvaða útgáfa af stefnu Samfylkingarinnar í virkjunarmálum verður ofan á: Fagra Ísland eða fagra Ísland? Nú er að vita hvað dagur þrjú og síðan dagur fjögur bera í skauti sér. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að bíða spenntur eftir næstu útspilum og þá hvaða stefna verður ofan á hjá Samfylkingunni. Íslands vegna held ég með Fagra Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun