Langar að halda áfram 13. júní 2007 08:30 Guðmundur Ingvarsson og Alfreð á blaðamannafundi landsliðsins í gær. Alfreð langar óneitanlega að halda áfram með liðið sem leikur nú um laust sæti á EM í Noregi í janúar á næsta ári. MYND/Pjetur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann. Íslenski handboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira