Langar að halda áfram 13. júní 2007 08:30 Guðmundur Ingvarsson og Alfreð á blaðamannafundi landsliðsins í gær. Alfreð langar óneitanlega að halda áfram með liðið sem leikur nú um laust sæti á EM í Noregi í janúar á næsta ári. MYND/Pjetur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira