Tímamót í rannsóknum 15. júní 2007 00:01 Leiðangursstjórinn Dr. Ármann Höskuldsson fer fyrir leiðangrinum við annan mann og segir verkefnið afar mikilvægt fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. MYND/Valli Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum. Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum.
Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira