Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum 17. júní 2007 11:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira