Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu 19. júní 2007 00:01 Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram. Íslenski handboltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira