Sérkennileg stjórnun Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. júní 2007 06:00 Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifaði í gær litla grein í Fréttablaðið um eignir í samvinnufélögum. Í niðurlagi greinarinnar segir höfundur: Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Það er ekki rétt hjá fyrrum viðskiptaráðherra, sem fór með málefni samvinnufélaga í ráðherratíð sinni, að réttarform Samvinnutrygginga sé sérstætt. Þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 var félagið skráð sem samvinnufélag og svo hefur verið allt til dagsins í dag. Það sem er sérstætt við Samvinnutryggingar er hins vegar hvernig staðið hefur verið að stjórnun félagsins frá árinu 1989. En þann 19. janúar það ár samþykkti þáverandi stjórn Samvinnutrygginga að leggja fyrir fulltrúaráð félagsins, sem aðalfundur SÍS kaus, að stofna hlutafélag um vátryggingastarfsemi með Brunabótafélagi Íslands. Eignuðust Samvinnutryggingar helming hlutafjár í hlutafélagi þessu, sem við stofnun fékk nafnið Vátryggingafélag Íslands hf. Hlutir í þessu félagi hafa síðan gengið kaupum og sölum. Af opinberum gögnum verður þó ekki séð að samþykktum Samvinnutrygginga frá 1963, sem tilkynntar höfðu verið til samvinnufélagaskrár 28. desember 1964, hafi verið breytt fyrr enn aðalfundi 22. júní 1998. Sú breyting, sem gerð var á samþykktum Samvinnutrygginga 1998, var fyrst tilkynnt samvinnufélagaskrá með í bréfi dagsettu 5. desember 2002. Í því bréfi kemur líka fram að Axel Gíslason hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með prókúru frá og með 1. janúar 1989. Samþykktirnar frá 1998 er þó ekki að finna hjá samvinnufélagaskrá. Nýjar samþykktir fyrir Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar voru mótteknar þann 14. september 2005 hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem nú heldur m.a. skrá um samvinnufélög. Síðasta tilkynningin Eignarhaldsfélags Samvinnutrygggina til fyrirtækjaskrár er um starfslok Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra,sem dagsett er þann 23. nóvember 2006. Þess má hér að lokum geta að samkvæmt 12. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög á að tilkynna breytingu á samþykktum samvinnufélaga innan mánaðar frá því breyting var samþykkt. Stjórnun Samvinnutrygginga hefur því verið mjög sérkennileg hin síðari ár. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun