Enn um samvinnufélög Jón Sigurðsson skrifar 22. júní 2007 02:00 Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar