Stórskipahöfn á Kársnesi 3. júlí 2007 06:00 Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar