Loksins lágu Danir í því 9. júlí 2007 06:00 Arnór Guðjohnsen hóf sig til lofts og sýndi glæsileg tilþrif á Akureyrarvelli. Vísir/pedrómyndir Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð. Siguróli Kristjánsson skoraði sigurmark Íslands gegn Dönum þremur mínútum fyrir leikslok á Akureyri á laugardaginn. Ekki var um hefðbundinn landsleik að ræða, heldur voru samankomnar gamlar landsliðskempur landanna, en leikurinn var lokahnykkur á N1-móti Þórs. Leikið var í tvisvar sinnum 35 mínútur og leyfðar voru frjálsar skiptingar. Leikurinn var skiljanlega mjög rólegur enda flestir leikmenn komnir úr forminu sem þeir voru í á gullaldarárum sínum. Danirnir voru ívið sterkari en nýttu ekki færin og var refsað grimmilega að lokum. Nokkrir gamlir taktar sáust en samt það John Sivebæk, fyrirliði Dana, sem var hve sprækastur af leikmönnum liðanna. Í leikslok var hann nokkuð sáttur þrátt fyrir tap. „Þetta var athyglisverður leikur, Íslendingar áttu skilið að vinna þó svo að við hefðum fengið færin til að klára leikinn. Íslendingar voru mjög líkamlega sterkir og við vorum kannski ekki jafn undirbúnir fyrir það, og líklega skildi það liðin að í leikslok." Guðni Bergsson var kampakátur í leikslok og var mjög ánægður með að hafa loksins lagt Dani að velli. „Þetta var frábært, það er alltaf gaman að koma á Akureyrarvöll og ég tala nú ekki um að leggja Dani í leiðinni. Við erum allir orðnir svo gamlir að við erum ekki í eins góðri æfingu og Danirnir því þeir spila reglulega. Við vorum með fleiri skiptimenn þannig að við vorum að skipta meira en þeir sem var eins gott. En það var gaman að vinna þetta og Danirnir voru með léttleikandi og skemmtilegt lið eins og við vissum reyndar." Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska liðsins, var eini leikmaður Íslands sem spilaði allan leikinn. Hann var vígreifur í leikslok og bíður spenntur eftir næsta leik. „Þetta var æðislegt. Ég er búinn að bíða í sextán ár eftir þessum leik og vona að það verði ekki sextán ára bið eftir þeim næsta." Halldór Áskelsson, skipuleggjandi leiksins, var mjög sáttur við afraksturinn. „Ég held að þetta hefði ekki getað heppnast betur. Ég er alveg í skýjunum, þetta var frábært, stemningin góð og Akureyrarvöllur sjaldan verið eins mikið á lífi og í kvöld, þetta minnti á gömlu dagana. Þetta er í einu orði sagt frábært, að koma aftur og spila með gömlu félögunum í landsliðinu og er gríðarlega þakklátur fyrir að þessir menn skyldu gefa sér tíma til að koma og gamla stemningin lifir ennþá, rétt eins og sjá má, hópurinn stendur saman og getur gert ýmislegt ennþá." Sauðkrækingurinn og landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var eins og flestir leikmenn Íslands í leiknum mjög sáttur við sitt framlag. ,,Það var virkilega gaman að spila með gömlu félögunum og að byrja á sigri er algjör snilld. Moli kórónaði þetta, kóngurinn á Akureyri, og það gladdi okkur alla. Ég er gjörsamlega búinn, ég spilaði líka á Pollamótinu þannig að það er ekki mikið eftir, en þetta er búið að vera virkilega gaman.“ Siguróli Kristjánsson, markaskorari Íslands, var í skýjunum þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leik ,,Ólýsanleg tilfinning að skora hérna, hún er frábær og það fyrir framan 4.000 áhorfendur, algjör snilld.“ Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð. Siguróli Kristjánsson skoraði sigurmark Íslands gegn Dönum þremur mínútum fyrir leikslok á Akureyri á laugardaginn. Ekki var um hefðbundinn landsleik að ræða, heldur voru samankomnar gamlar landsliðskempur landanna, en leikurinn var lokahnykkur á N1-móti Þórs. Leikið var í tvisvar sinnum 35 mínútur og leyfðar voru frjálsar skiptingar. Leikurinn var skiljanlega mjög rólegur enda flestir leikmenn komnir úr forminu sem þeir voru í á gullaldarárum sínum. Danirnir voru ívið sterkari en nýttu ekki færin og var refsað grimmilega að lokum. Nokkrir gamlir taktar sáust en samt það John Sivebæk, fyrirliði Dana, sem var hve sprækastur af leikmönnum liðanna. Í leikslok var hann nokkuð sáttur þrátt fyrir tap. „Þetta var athyglisverður leikur, Íslendingar áttu skilið að vinna þó svo að við hefðum fengið færin til að klára leikinn. Íslendingar voru mjög líkamlega sterkir og við vorum kannski ekki jafn undirbúnir fyrir það, og líklega skildi það liðin að í leikslok." Guðni Bergsson var kampakátur í leikslok og var mjög ánægður með að hafa loksins lagt Dani að velli. „Þetta var frábært, það er alltaf gaman að koma á Akureyrarvöll og ég tala nú ekki um að leggja Dani í leiðinni. Við erum allir orðnir svo gamlir að við erum ekki í eins góðri æfingu og Danirnir því þeir spila reglulega. Við vorum með fleiri skiptimenn þannig að við vorum að skipta meira en þeir sem var eins gott. En það var gaman að vinna þetta og Danirnir voru með léttleikandi og skemmtilegt lið eins og við vissum reyndar." Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska liðsins, var eini leikmaður Íslands sem spilaði allan leikinn. Hann var vígreifur í leikslok og bíður spenntur eftir næsta leik. „Þetta var æðislegt. Ég er búinn að bíða í sextán ár eftir þessum leik og vona að það verði ekki sextán ára bið eftir þeim næsta." Halldór Áskelsson, skipuleggjandi leiksins, var mjög sáttur við afraksturinn. „Ég held að þetta hefði ekki getað heppnast betur. Ég er alveg í skýjunum, þetta var frábært, stemningin góð og Akureyrarvöllur sjaldan verið eins mikið á lífi og í kvöld, þetta minnti á gömlu dagana. Þetta er í einu orði sagt frábært, að koma aftur og spila með gömlu félögunum í landsliðinu og er gríðarlega þakklátur fyrir að þessir menn skyldu gefa sér tíma til að koma og gamla stemningin lifir ennþá, rétt eins og sjá má, hópurinn stendur saman og getur gert ýmislegt ennþá." Sauðkrækingurinn og landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson var eins og flestir leikmenn Íslands í leiknum mjög sáttur við sitt framlag. ,,Það var virkilega gaman að spila með gömlu félögunum og að byrja á sigri er algjör snilld. Moli kórónaði þetta, kóngurinn á Akureyri, og það gladdi okkur alla. Ég er gjörsamlega búinn, ég spilaði líka á Pollamótinu þannig að það er ekki mikið eftir, en þetta er búið að vera virkilega gaman.“ Siguróli Kristjánsson, markaskorari Íslands, var í skýjunum þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leik ,,Ólýsanleg tilfinning að skora hérna, hún er frábær og það fyrir framan 4.000 áhorfendur, algjör snilld.“
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira