Leikmenn fylgi boðorðum Laporta 10. júlí 2007 05:00 Ætlar sér spænska meistaratitilinn og ekkert annað á næsta tímabili. Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Spænski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira