Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands 21. júlí 2007 00:01 Vísindamenn fundu grunnvatnsmarfló sem fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis árið 1998, en nú er ljóst að hún og önnur marfló sömu ættar eru þær lífverur sem lengst hafa búið hér á landi. Mynd/Þorkell Heiðarsson Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist. Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist.
Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira