Bólusetning gegn alnæmi er möguleg 22. júlí 2007 00:01 Alnæmi er afar útbreitt í Afríku og smitast börn oft mjög snemma. Margrét segir að með því að búa til bóluefni megi koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólkinni. Nordicphotos / getty Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum. Vísindi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum.
Vísindi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent