Viðskipti innlent

Sauðárkrókur ljósleiðaravæddur

Nái markmið Gagnaveitu Skagafjarðar fram að ganga verður Sauðárkrókur að fullu ljósleiðaravæddur árið 2009.
Nái markmið Gagnaveitu Skagafjarðar fram að ganga verður Sauðárkrókur að fullu ljósleiðaravæddur árið 2009.

Nái markmið Gagnaveitu Skagafjarðar fram að ganga verður Sauðárkrókur að fullu ljósleiðaravæddur árið 2009. Í fréttatilkynningu frá Gagnaveitunni segir að Sauðárkróki hafi verið skipt upp í fjögur verksvæði í drögum að framkvæmdaáætlun; Túnahverfi, Hlíðahverfi, syðribæ og útbæ. Hafist verði handa við Túnahverfi í sumar og áætlað að þar verði öll hús tengd í haust. Því næst verði haldið í Hlíðahverfi, þá syðribæinn og loks útbæinn. Ekki verður látið staðar numið við Krókinn heldur ljósleiðarar lagðir víðar í þéttbýli, eftir því sem aðstæður skapast. Þá er ætlunin að taka þátt í uppbyggingu á háhraðatengingum í dreifbýli Skagafjarðar.

Gagnaveita Skagafjarðar ætlar aðeins að reka ljósleiðaranetið og selja aðgang að því fyrir fasta mánaðarlega upphæð. Aðrir aðilar munu veita þjónustu inn á kerfið, svo sem hefðbundna internetþjónustu, sjónvarpsdreifingu og símaþjónustu.

Gagnaveitan var stofnuð árið 2006. Eigendur hennar eru Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagafjarðarveitur, Kaupfélag Skagfirðinga, Byggðastofnun, Fjölnet og smærri aðilar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×