Viðskipti innlent

Eik Group kaupir fyrirtæki í Danmörku

Eik Group hefur fest kaup á fjárfestingarráðgjafarfyrirtækinu Privestor Fondsmæglerselskab A/S og tímaritinu Tidsskriftet FinansNyt A/S.

Eik Banki er skráður á markað í Kauphöllinni hér, en það er Eik Bank Danmark A/S sem samið hefur um kaupin á fyrirtækjunum tveimur. Í kauphallartilkynningu kemur fram að fyrirtækin verði svo skjótt sem auðið er sameinuð starfsemi Eik Bank Danmark.

„Privestor Fondsmæglerselskab A/S býður fjárfestingarráðgjöf sem byggir á margra ára reynslu af fjárfestingasjóðum og hefðbundnum fjárfestingum, aðallega skuldabréfum og hlutabréfum. Markmið Tidsskriftet FinansNyt A/S er að bjóða fjárfestingarráðgjöf, greina markaðinn og fjalla um ráðgjöf annarra. Fyrirtækið gefur út tímaritið FinansNyt. Hjá fyrirtækjunum tveimur starfa fjórir starfsmenn og halda þeir allir störfum sínum innan Eik Bank Danmark,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×