Tónlist

Syngja til heiðurs George Michael

Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög George Michael á Broadway í vetur.
Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög George Michael á Broadway í vetur.

Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til.

„Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael.

„Hann er einn okkar uppáhaldssöngvari. Hann er að fagna 25 ára söngvaraafmæli á þessu ári og við ætlum að taka efni allt frá því hann byrjaði og þar kemur Wham! sterkt inn.“

Endurbætur standa yfir á Broadway fyrir komandi vetur og er meðal annars verið að mála húsið til að koma því í nútímalegra form. „Broadway kom og talaði við mig í vor og bað mig um að setja þetta upp,“ segir Friðrik. „Þetta hefur ekki verið gert áður hérna heima og Broadway er eini staðurinn sem býður upp á svona flott „sjóv“. Þarna verður góður matur og ball á eftir með Eurobandinu.“

Sigrún Birna Blomsterberg verður danshöfundur sýningarinnar og munu alls átta dansarar láta ljós sitt skína. Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×