Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 15:26 Hera Björk þegar hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“